• 00:00:19Stríðsglæpir í Úkraínu
  • 00:12:54Hjálpar flóttamönnum í Póllandi
  • 00:19:09Söngkeppni framhaldsskólanna

Kastljós

Stríðsglæpir í Úkraínu, dansari hjálpar flóttafólki, Söngkeppnin

Flest bendir til rússneski herinn hafi myrt minnsta kosti hundruð borgara á hernumdum svæðum í Úkraínu á síðastliðnum vikum. Fjöldi líka hefur fundist í bænum Bútsja eftir rússneski herinn hörfaði þaðan, sum þeirra bundin á höndum. Zelensky Úkraínuforseti segir engum blöðum fletta um stríðsglæpi ræða og litið verði á ódæðin sem þjóðarmorð. Bergsteinn ræðir við Atla Viðar Thorstensen, sviðsstjóra á alþjóðasviði Rauða krossins, og Val Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.

Ásgeir Sigurvaldason, leikstjóri og dansari, fór frá Kiyv í Úkraínu í þann mund sem Rússar réðust inn í landið. Hann hefur verið við landamærin í Póllandi síðan og aðstoðað fólk á flótta, þar á meðal til komast til Íslands. Bergsteinn ræddi við Ásgeir.

En Emilía Hugrún og skólahljómsveit Fjölbrautaskóla Suðurlands báru sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var á Húsavík í gær. Helga Margrét og Hafsteinn fylgdust með undirbúningnum og ræddu við skipuleggjendur og sigurvegarana.

Frumsýnt

4. apríl 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,