Kastljós

Hinseginfordómar skólabarna, íslenskt leikhús og stórleikur

Við fjöllum um aukna fordóma gegn hinseginfólki sem virðast vera gera vart við sig meðal grunnskólabarna. VIð höfum heyrt transbörn og hinsegin börn lýsa því önnur börn gelti á þau af tilefnislausu. Bjarni Snæbjörnsson leikari og Ingileif Friðriksdóttir hafa hvort um sig ferðast um landið með hinseginfræðslu fyrir grunnskóla og hafa bæði mætt fordómum.

Það er enginn staður betri til eiga uppgjör, játa syndir og grafa leyndarmál eins og íslenski sumarbústaðurinn. Hann er vettvangur nýs íslensks leikrits eftir Adolf Smára Unnarsson sem var frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins um helgina.

Á morgun verður spilaður einn stærsti leikur í sögu íslenskrar knattspyrnu þegar íslenska kvennalandsliðið leikur gegn Portúgal um sæti á heimsmeistarmótinu sem fram fer á næsta ári. Við fengum fyrrverandi landsliðskonuna, Hörpu Þorsteinsdóttur, til okkar.

Frumsýnt

10. okt. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,