• 00:00:34Kynferðisbrot í framhaldsskólum
  • 00:08:21Heilsutrend
  • 00:15:58Heiðursgestur RIFF, Rossy de Palma

Kastljós

Kynferðisbrot í framhaldsskólum, heilsutrend, Rossy de Palma

Framhaldsskólanemar víða um land hafa mótmælt aðgerðaleysi skólayfirvalda í kynferðisbrotamálum sem hafa komið í upp og jafnvel gert þolendum sitja í tímum með gerendum sínum. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, bað nemendur afsökunar á mótmælafundi í MH í dag og hét úrbótum. En hver eru viðeigandi viðbrögð skólastjórnenda? Hver er réttur þolenda og eftir atvikum gerenda, sem eru jafnvel ólögráða? María Rún Bjarnadóttir, verkefnisstjóri hjá

Ríkislögreglustjóra, fer yfir málið í Kastljósi.

Reglulega koma upp nýjar tískubylgjur eða trend í hvers kyns heilsurækt. Utanvegahlaup, kakóserimóníur, ketó og sellerísafakúr eru tískuorð sem heyrst hafa síðustu ár. En hvað eru Íslendingar gera til huga heilbrigðum lífsstíl um þessar mundir? Kastljós kynnti sér málið.

Spænska leikkonan Rossy de Palma er heiðursgestur RIFF-hátíðarinnar en hún hefur átt í löngu og farsælu samstarfi við leikstjórann Pedro Almodovar. Kastljós hitti hana máli?

Frumsýnt

6. okt. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

,