• 00:00:16Hinsegin unglingar verða fyrir aðkasti
  • 00:07:45Gengu yfir Grænlandsjökul
  • 00:18:05Útskriftarsýning LHÍ

Kastljós

Hinsegin unglingar áreittir, gengu yfir Grænland, útskriftarsýning LHÍ

Hópur hinsegin unglinga í Reykjavík segist verða fyrir daglegu aðkasti, sem á meðal annars rætur sínar rekja til samfélagsmiðilsins TikTok. Þau segjast jafnvel forðast fara ein út úr húsi. Foreldrar þeirra lifa í stöðugum ótta og biðla til annarra foreldra fræða börnin sín um skaðsemi eineltis og áreitni. Kastljós ræddi við ungmennin og foreldra þeirra.

Átta manna hópur komst heilu og höldnu til byggða í síðustu viku eftir hafa gengið þvert yfir Grænlandsjökul á rúmum mánuði. Þrátt fyrir góðan undirbúning voru aðstæður erfiðari en hópurinn átti von á en það kom þó aldrei til greina gefast upp, eins og við komumst að.

Uppskeruhátíð Listaháskóla Íslands samanstendur af tónleikum, leik- og danssýningum og myndlistar- og tískusýningu. Og þá er ekki allt upp talið. Við stukkum á milli sýningarstaða og kynntumst upprennandi listamönnum þessa lands.

Frumsýnt

25. maí 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,