• 00:01:26Ólafur Þ. Harðarson um pólitíkina og bankasölu
  • 00:11:09Vilja banna „njósnahagkerfið“
  • 00:18:23Erró - Sprengikraftur mynda

Kastljós

Ólafur Þ. um stjórnarsamstarfið, njósnahagkerfið og Erró

Lilja Alfreðsdóttir viðskipta- og ferðamálaráðherra, kastaði sprengju inn í stjórnarsamstarfið í morgun þegar hún varpaði ábyrgð á bankasölunni á fjármálaráðherra. Hún sagðist jafnframt hafa lýst andstöðu sinni við aðferðafræðina en Lilja situr í ráðherranefnd þriggja ráðherra sem fer með söluna. Forsætisráðherra sagði í dag Lilja hefði á engum tímapunkti látið bóka athugsemdir á neinum fundum nefndarinnar. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði ræðir stöðuna í pólitíkinni.

Neytendasamtökin hafa skorið upp herör gegn njósnahagkerfinu á netinu en gríðarlegu magni persónuupplýsinga er safnað um okkur á hverjum einasta degi. Breki Karlsson, formaður samtakanna, ræðir við okkur.

Sprengikraftur mynda er yfirskrift stærstu Erró-sýningar sem sett hefur verið upp hér á landi. Hún tekur yfir öll rými Listasafns Reykjavíkur og bætir meira segja nokkrum nýjum við, sem eru eldrauð eða það sem af sérfræðingum er kallað Erró-rauð lit.

Frumsýnt

11. apríl 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

,