Kastljós

Kuðungsígræðsla, dauðsföll af völdum Covid, skólastjórar takast á

Sigríður Matthildur Aradóttir fékk kuðungsígræðslu á vinstra eyrað fyrir sautján árum en hefur ítrekað verið hafnað um sams konar aðgerð á hægra eyra, síðast í desember. Sjúkratryggingar Íslands telja ekki brýna þörf á slíkri aðgerð þótt hún geti bætt lífsgæði hennar. Matthildur segir það hafa mikil áhrif á daglegt líf hafa aðeins heyrn á öðru eyranu og hún hafi upplifað mikla höfnun þegar beiðninni var synjað. Baldvin Þór ræðir við Matthildi.

Fleiri andlát tengd Covid 19 hafa orðið það sem af er þessu ári heldur en síðustu tvö ár á undan. Alls hafa 91 með Covid látist frá upphafi faraldursins hér á landi, þar af 55 síðan um áramót - 7 í mars. Er tölfræðin sambærileg milli ára? Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis, svarar því.

Skólastjórar FG og MR hittust baráttuglaðir á hlutlausum velli í Kópavogi í tilefni af úrslitum Gettu betur sem fara fram á morgun. Árni Beinteinn lét skólastjórana leiða hesta sína saman.

Frumsýnt

17. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,