Kastljós

Rússland og Finnland, fólksfjölgun fyrir vestan, Sísí, Beta og Elín

Óbein áhrif innrásar Rússa í Úkraínu eru óvíða meiri en í Finnlandi en sögulegar, landfræðilegar og pólitískar ástæður hafa valdið því Finnar höfðu þar til stríðið í Úkraínu hófst valið sýna ákveðið hlutleysi í samskiptum við Rússa. Finnar hafa staðið utan NATÓ og hefur meirihluti þjóðarinnar um áratugaskeið verið á einu máli um hagsmunum Finna betur borgið utan þess. Þangað til núna. Í fyrsta sinn í sögu varnarbandalagsins hefur myndast meirihluti fyrir því Finnar gangi í NATÓ. Sigríður Dögg reifar samskipti Rússlands og Finnlands í ljósi sögunnar og ræddi við Ann-Sofie Stude, sendiherra Finnlands á Íslandi.

Íbúum á Vestfjörðum hefur verið fjölga á eftir fólksfækkun undanfarna áratugi og atvinnulíf glæðast. Um helgina auglýsti Arnarlax t.d. 30 störf á sunnanverðum Vestfjörðum. Framan af var borð fyrir báru og nóg til af húsnæði en er stakkurinn þrengjast. Bergsteinn ræddi við Sigríði Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, um helstu úrlausnarefnin tengd fjölgun íbúa á Vestfjörðum.

Systurnar Sísi, Beta og Elín stóðu með pálmann í höndunum þegar lagið Með hækkandi sól bar sigur úr bítum í úrslitum Söngvakeppninnar um helgina. Þær verða því fulltrúar Íslands í Eurovision í ár en keppnin verður haldin í Tórínó á Ítalíu í Maí. Guðrún Sóley ræddi við hinar lagvissu-systur.

Frumsýnt

14. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,