• 00:00:20Erfitt að sniðganga Rússa í orkukaupum
  • 00:12:33Vinsældir svindlmynda
  • 00:20:52Notar Hallgrímskirkju sem hljóðfæri

Kastljós

Orkukrísa, loddarar og tónskáld.

Í þættinum er farið yfir eina af afleiðingum innrásar Rússa í Úkraínu, sem er hækkandi eldsneytisverð í heiminum. Evrópuþjóðir hafa beitt Rússa fordæmalausum efnahagsþvingunum í refsingaskyni sem myndu bíta Rússa enn harðar ef þær næðu yfir viðskipti með jarðefnaeldsneyti. En það er hægara sagt en gert komast af án eldsneytis frá Rússum, því Rússar eru ein stærsta útflutningsþjóð olíu og gass í heiminum. Rætt er við Ara Skúlason hagfræðing og Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra.

Við fræðumst einnig um loddara því rætt er við Matthías Matthíasson sálfræðing um svikamyllur á borð við þær sem dregnar eru upp í vinsælum þáttum líkt og Tinder Swindler á Netflix.

Kastljós hitti einnig Báru Gísladóttur kontrabassaleikara sem er í hópi fremstu tónskálda sinnar kynslóðar hér á landi.

Frumsýnt

9. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,