Kastljós

Staðan í Úkraínu, áhyggjur í Litháen, afstaða Kína, Verbúðartónskáld

Úkraína er enn í hers höndum eftir Rússar réðust inn í landið. Sendinefndir ríkjanna hittust í vopnahlésviðræðum, Zelensky Úkraínuforseti hefur óskað eftir tafarlausri inngöngu í Evrópusambandið og Pútín vill Krímskagi verður viðurkenndur sem rússneskt yfirráðasvæði. Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og fyrrverandi starfsmaður Alþjóðabankans í Lettlandi þekkir svæðið sem er undir vel og fór yfir stöðuna.

Inga Minalgaite er prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og heiðursræðismaður Litháen á Íslandi. Hún segir Litháa hafa þungar áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu og óttast fleiri lönd geti verið á ratar Pútíns. Innrásin kom henni þó ekki á óvart.

Samband Rússlands og Kína hefur orðið á nánara undanfarinn áratug eða svo, og alveg fram á allra síðustu vikur. Kína á mikla hagsmuni í viðskiptum við Bandaríkin og Evrópusambandið en hefur líka hag af því Rússar þjarmi Bandaríkjunum og ESB alþjóðasviðinu. Kínverjar reyna feta vandratað einstigi milli þess styðja árásina í Úkraínu og fordæma. Guðbjörg Ríkey Thoroddsen, doktorsnemi í stjórnmálafræði við sem hefur rannsakað samstarf Rússlands og Kína, fór yfir stöðuna.

Tónskáldin Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Holm, sem sömdu tónlistina fyrir Verbúðina, eru nýjasta kynslóð íslenskra kvikmyndatónskálda sem gera það gott bæði hér heima og erlendis, enda bæði fyrrum lærlingar og samstarfsfólk Jóhanns Jóhannssonar og Hildar Guðnadóttur. Bergsteinn hitti tónskáldin.

Frumsýnt

28. feb. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,