• 00:07:09Andrej Kúrkov, handhafi verðlauna Halldórs Laxness

Kastljós

Staða dagforeldra, Andrej Kúrkov - handhafi verðlauna Halldórs Laxness

Fjöldi foreldra í Reykjavík bíður eftir leikskólaplássi. Reykjavíkurborg boðaði aðgerðir í leikskólamálum í ágúst þar sem meðal annars var kveðið á um hækka niðurgreiðslur til dagforeldra? En hver er staðan þar á bæ? Rúmlega 80 dagforeldrar eru starfandi í Reykjavík og hefur farið fækkandi. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, og Anna Steinunn Þórhallsdóttir, formaður Barnavistunar, segja í Kastljósi fækkunina meðal annars stafa af áformum Reykjavíkurborgar um fjölga leikskólaplássum - sem hafi hins vegar ekki gengið eftir og því bætt gráu ofan á svart.

Andrej Kúrkov, þekktasti samtímahöfundur Úkraínu, hlaut Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness. Kúrkov er landflótta, eins og milljónir landa sinna, en hefur haldið dagbók frá því í aðdraganda innrásarinnar sem gefur áhrifaríka innsýn inn í daglegt líf Úkraínubúa á stríðstímum. Hann segir í rauninni aðeins tvo kosti í stöðunni, annað hvort verði Úkraína áfram frjáls og evrópsk eða ríki líði einfaldlega undir lok.

Frumsýnt

7. sept. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,