Lestin

Hver má leika fatlaða?, hljóðheimur neyslumenningar

Í kjölfar leikhúsgagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur um söngleikinn Sem á himni sem birtist í Víðsjá á þriðjudaginn hafa skapast líflegar, á köflum heitar, umræður um innihald hans, en þó aðallega einn ákveðinn punkt sem snýr fatlaðri persónu í sýningunni. Nína álítur birtingarmynd persónunnar 'ýti undir neikvæðar staðalímyndir um fatlað fólk' - afstaða sem sumir aðrir eru þó ósammála. En það sem hefur vakið meiri athygli er hún veltir upp réttmæti þess þessi fatlaða persóna leikin af ófötluðum leikara. Í opna umræðuhópnum Menningarátökin á Facebook hafa fjölmargt fólk úr sviðslistageiranum tekið til máls og tekist á um þessa spurningu: ?þarf nauðsynlega fatlaðan leikara til túlka fatlaða persónu?? Og í kjölfarið hafa kviknað umræður um birtingarmyndir fatlaðra á leiksviðinu, aðgengi fatlaðs listafólks leiksviðinu og virðingu fyrir starfi leikara hverra fag er setja sig spor ólíkra persóna.

Til þess ræða stöðu og birtingarmyndir fatlaða í leikhúsum á Íslandi komu þær Sólveig Arnarsdóttir, leikkona og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, listfræðingur og fötlunaraktivisti í Lestina.

Gunnar Jónsson, tónlistarmaður, flytur sinn fyrsta pistil í Lestinni, en hann mun fjalla um ólíka anga tónlistar og menningarneyslu í haust. þessu sinni veltir hann fyrir sér hljóðheimi neyslumenningarinnar og einhverju sem hann kýs kalla ?hinn póst móderníska draum?.

Frumflutt

22. sept. 2022

Aðgengilegt til

23. sept. 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.