• 00:02:09Gervigreindar Hemmi Gunn í skaupinu
  • 00:23:55Tónleikabrölt með Katrínu Helgu Ólafsdóttur
  • 00:36:54Tjaldbúðir á Austurvelli

Lestin

Gervigreindar Hemmi Gunn, tjaldbúðir á Austurvelli, tónleikabrölt

Katrín Helga Ólafsdóttir gerði sér ferð á þrenna tónleika milli jóla og nýjárs, hún kíkti í Pipumessu í Tóma rýminu, Vetrarkyrrð á jólum í Landakotskirkju og Kickstart the new year á vegum samlagsins Rask.

'Þetta verður eins og skólaleikrit sem fjallar um vinsælustu krakkana í árganginum og er skrifað af þeim og leikið af þeim,' sagði Jón Trausti Reynisson á Heimildinni í gær. Við hefjum Lestina á nýju ári á fyrstu menningarátökum ársins, sem snúast iðulega um áramótaskaupið. Er nóg það fyndið? Og hvað þarf það vera annað? Nína Richter og Ásgeir Ingólfsson rýna í skaup ársins 2023, sem og gestir og gangandi á bókasafni Kringlunnar.

Lestin heimsækir litlar tjaldbúðir sem reistar voru á Austurvelli milli jóla og nýjárs, beint á móti alþingishúsinu. Í tjöldunum hefur safnast saman flóttafólk frá Palestínu og stuðningsmenn þeirra, fólk sem á það sameiginlegt hafa búið á Íslandi í einhvern tíma, en á fjölskyldu á Gaza.

Frumflutt

2. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,