• 00:02:00Forsetakjör í Mexíkó
  • 00:23:42Frumflutningur á nýju lagi Spacestation
  • 00:34:03(H)andaflug á Klúbbi Listahátíðar

Lestin

La Presidenta, Spacestation í draumalandi, (H)andaflug

Claudia Sheinbaum er fyrsti kvenkynsforseti Mexíkó, La Presidenta er hún kölluð. Við hringjum í Elínu Emilsson sem er búsett í Mexíkóborg og heyrum viðbrögð hennar við þessum fréttum.

Ef þú ferð aldrei sofa, þá vaknarðu aldrei. Þetta er þrástef í nýjasta lagi reykjavíkurrokkhljómsveitarinnar Spacestation. Enda er lagið, sem heitir Í draumalandi, samið sem eins konar kvæði til þeirra sem fara aldrei sofa, heldur eru á vökunni, í draumalandinu.

O.N. Sviðslistahópur blæs til yfirtöku á Klúbbi Listahátíðar í Reykjavík í Iðnó á sunnudaginn kemur - 12 klukkustunda dagskrá þar sem táknmálið og menning Döff fólks ræður ríkjum. Hjördís Anna Haraldsdóttir segir frá.

Frumflutt

6. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,