Einn hápunkturinn á nýafstaðinni Iceland Airwaves hátíð voru tónleikar Knackered á Gauknum. Þetta er raftónlist með brotnum töktum og ýmiskonar takt-útúrdúrum, gáskafulla hljóðræna áferð. Það var svo smitandi gleði í framkomu listakonunnar Idu Schuften Jushl sem dansaði um sviðið um leið og hún sneri tökkunum - og brást við af stóískri ró þegar tæknin stöðvaði flæði tónlistarnnar tvisvar. Sömu helgi kom fyrsta plata hennar, fjögurra laga stuttskífan FYI. Við fáum Idu í heimsókn í Lestina.
Það er komið ár frá því að litríka norna-söngvamyndin Wicked sló í gegn, hún var byggð á söngleik sem var byggður á skáldsögu sem var byggð á bíómynd sem var byggð á skáldsögu. Og nú er komin framhaldsmynd Wicked: for good í leikstjórn Jon M. Chu með þeim Ariönu Grande og Cynthiu Erivo í aðalhlutverkum. Kolbeinn Rastrick rýnir í myndina.
Ævintýraleikurinn Echoes of the end kom út í ágúst, en íslenska tölvuleikjafyrirtækið Myrkur games hafa unnið að honum frá árinu 2016. Við ræðum við Halldór Snæ Kristjánsson framkvæmdastjóra fyrirtækisins um leikinn, dómana og viðbrögðin.
Frumflutt
27. nóv. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.