Lily Allen, róttæka baráttukonan María Þorsteinsdóttir
Platan West End Girl kom nánast fyrirvaralaust inn á streymisveitur. Fyrsta plata bresku söngkonunnar Lily Allen í 7 ár, sem hafði sögu að segja. Söguna af því hvernig hjónaband hennar og bandaríska leikarans David Harbour fór í vaskinn. Lovísa Lára var gegntekin af plötunni þegar hún heyrði hana fyrst, við fáum að heyra hvers vegna.
Svo förum við í Háskóla Íslands og ræðum við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði. Hver var María Þorsteinsdóttir og hvað var tímaritið Novosti? Rósa mun flytja fyrirlestur um Maríu og baráttu róttækra kvenna í kalda stríðinu sem ber heitið „Sá heimur spyr engan um kyn, bara mann" á Þjóðminjasafninu á fimmtudaginn, í hádegisfyrirlestraröð RIKK.
Frumflutt
25. nóv. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.