Lestin

Lestarfestival í þúsundasta Lestarþættinum

Lestin brunar af stað í þúsundasta skipti. Lestarþáttur númer nákvæmlega eitt þúsund. Um það bil 55 þúsund mínútum af Lest hefur verið útvarpað hérna á Rás 1, 916 klukkutímar, rúmlega 38 dagar af Kanye West, Netflix, gervigreind, Hegel, Húgó, MeToo, mannöldinni, uppistandi, raunveruleikasjónvarpi, samfélagsmiðlum, poppi og pólitík.

þessu tilefni höldum við hátíð, litla sjálfshátíð eðða Lestarfestival. Við bjóðum gömlum vinum í partý og gerum það sem fólk gerir í öllum góðum partýum, förum í spurningaleik. Til okkar koma Þröstur Helgason, fyrrverandi dagskrárstjóri Rásar 1, og Anna Marsibil Clausen, ritjstóri hlaðvarpa á Ríkisútvarpinu og fyrrum Lestarstjóri. Við heyrum brot úr gömlum þáttum.

Frumflutt

30. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,