• 00:01:33Foreldrar elska Blæju
  • 00:13:52Stafræn upprisa
  • 00:25:56Afi rússneskrar rokktónlistar

Lestin

Foreldrar elska Blæju, Afi rússneskrar rokktónlistar, stafræn upprisa

Það er stór stund í Lestinni í dag. Kristján fær loksins hitta átrúnaðargoð sitt, rússneska rokktónlistarmanninn Boris Grebenshchikov úr hljómsveitinni Aquarium. Boris, sem hefur verið kallaður afi rússneskrar rokktónlistar eða hinn sovéski Bob Dylan, er í útlegð eftir hafa talað gegn stríðinu í Úkraínu og hefur verið settur á lista Putins yfir erlenda útsendara. Við ræðum rokk og pólitík við eina mestu goðsögn rússneskrar rokktónlistarsögu.

Ástralski hundurinn Bluey, eða Blæja á íslensku, nýtur mikilla vinsælda meðal barna í dag. En það eru ekki síður foreldrarnir sem elska sjónvarpsþættina. Anna Marsibil Clausen rýnir í snilldina við Blæju og útskýrir af hverju þetta er besta barnaefnið í sjónvarpinu í dag.

Í nútímanum býðst fólki eiga stafrænt framhaldslíf. Ættingjar geta varðveitt einkenni ástvina eins og rödd, útlit og persónuleika inn í eilífiðina. Þetta er meðal þess sem María Guðjohnsen skoðar í nýrri sýningu í gallerí Þulu, Stafrænt framhaldslíf. Júlía Margrét Einarsdóttir kíkir við og spjallar við Maríu.

Frumflutt

23. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,