Lestin

Dúskhúfuklæddir kanar eru mættir á Airwaves, nýja Scorcese-myndin

Þátturinn verður miklu leyti tekinn undir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem hefst formlega í dag. Þriggja daga tónlistarhátíð í miðborg reykjavíkur.

Við fáum til okkur tvær tónlistarkonur sem spila á hátíðinni í ár, Sölku Valsdóttur úr Cyber og Neonme, og Brynhildi Karlsdóttur úr Kvikindi. Þær ræða um bransa speed-dating, spila á tónleikum með smábarn, og það sleikja svitann af bringunni á bassaleikaranum í Vintage Caravan.

Við kíkjum lika niður i Kolaport þar sem gestir eru byrjaðir sækja armböndin sín. Þar rekumst við á Sindra Ástmarsson, dagskrárstjóra hátíðarinnar, hollenska aðdáendur Árnýjar Margrétar og nokkra dúskhúfklædda ameríkana - flesta frá Denver í Colorado.

Undir lok þáttar rýnir Kolbeinn Rastrick í nýja kvikmynd Martins Scorcese, Killers of the flower moon.

Frumflutt

2. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,