Lestin

Átök um nýja útgáfu Dimmalimm, Tilverur (rýni), kryptísk ræða Geirs H.

Undanfarna daga hafa staðið yfir menningarátök um ævintýrið um þægu kóngsdótturina Dimmalimm. í mánuðinum kemur út hjá bókaforlaginu Óðinsauga útgáfa af ævintýrinu þar sem hinar klassísku myndir Muggs hafa verið endurgerðar í nýjum stíl og nýjum myndum bætt við við upprunalega textann. Í tilkynningu frá forlaginu segir: útgáfa er óður til sögunnar um Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, bæði textans og myndanna sem þessi stórsnjalli listamaður skóp.

Fljótlega eftir fréttist af útgáfunni sendu ættingjar Muggs frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir óánægju sinni með útgáfunni - og sögðu verkið brjóta gegn sæmdarrétti höfundar. í þætti dagsins ræðum við við Geir Rögnvaldsson, dótturson Guðrúnar, systur Muggs, Huginn Þór Grétarsson hjá Óðinsauga og Önnu Magnúsdóttur Eirúnardóttur, sem skilaði BA-ritgerð í vor um Samspil mynda og texta í nokkrum útgáfum Sögunnar af

Dimmalimm eftir Mugg.

Sigríður Regína Sigurþórsdóttir rýnir í þrjár myndir á RIFF, The Settlers, How To Have Sex og Tilverur, frumraun leikstjórans Ninnu Pálmadóttur.

Við fáum heyra áttunda og seinast þátt Guðna Tómassonar og Þorgerðar E. Sigurðardóttur, Nokkrir dagar í frjálsu falli, frá árinu 2018. Yfirskrift þessa þáttar er Ræðan.

Frumflutt

4. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,