Lestin

Bergsveinn Birgisson byggir hlöðu á Ströndum

Bergsveinnn Birgisson gaf á dögunum út bókina Hlaðan: Þankar til framtíðar. Hann hefur áður gefið út bækurnar Svar við bréfi Helgu, Landslag er aldrei asnalegt, Geirmundar saga heljarskinns svo eitthvað nefnt. Hlaðan er eins konar bréf sem hann skrifar til dóttur sinnar á meðan hann endurbyggir hlöðu afa síns á Ströndum. Á sama tíma veltir hann fyrir sér stöðu mannsins í heiminum og hvernig við skiljum okkur sjálf - og þar er það arfleifð húmanismans sem hann sækir mest í og ekki síst þýski 18. Aldar hugsuðurinn Friedrich Schiller. Hann flakkar semsagt milli heimspeki og hlöðugerðar.

Þegar líður á bókina þá kemur hugleiðingum um tæknina og hvernig hún er breyta mannskilningi okkar - snjalltæki, samfélagsmiðlar og gervigreind. Þarna koma hugmyndafræðingar kísildalsins við sögu: Peter Thiel, René Girard, Marc Andreessen og fleiri.

Frumflutt

1. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Þættir

,