• 00:01:23Víkingar vakna
  • 00:21:29K.óla um gítarkaup og stofutónleika
  • 00:34:48Hönnunarstofa í sögufrægu húsi við Bankastræti

Lestin

Víkingar vakna, gítarkaup & stofutónleikar, Strik Studio

Víkingar vakna - er frasi og jafnvel lífsspeki Guðmundar Emils Jóhannssonar, einkaþjálfara, en hann er betur þekktur sem Gemil. Og þessa lífsspeki boðar hann á samfélagsmiðlum af fullum krafti. Hann er vöðvatröll og brennur heitt fyrir heilsurækt. Og hann vill víkingar vakni. En hvað eru víkingar og er eftirsóknarvert líkjast þeim? Við hefjum þá rannsókn á samtali við Þóri Jónsson Hraundal.

Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona og pistlahöfundur, er búsett í Kaupmannahöfn. Þar hefur hún verslað þungarokksgítara og húsgögn á sölusíðu á netinu, og haldið stofutónleika heima hjá sér.

Bankastræti 12 er eitt af þekktustu húsum miðbæjarins, en þar hefur Prikið verið til húsa síðan um miðja síðustu öld. Á síðasta ári var ráðist í töluverðar breytingar á húsinu, en efri hæð þess hýsir nýja hönnunarstofu sem nefnist Strik Studio. Við kynnumst starfsemi Striks og skoðum okkur um á þessari sögufrægu efri hæð.

Lagalisti:

Gemil - Víkingar

Sly & The Family Stone - If It Were Left Up To Me

Hand Habits - No Difference

Haruomi Hosono, Mac DeMarco - Boku Wa Chotto

Frumflutt

28. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,