Lestin

Tvífari Naomi Klein, GuðblessiÍsland.pdf, Segulmagnaða heimsálfan

Helga Ólafsdóttir var 26 ára og vann sem skrifta á Ríkisútvarpinu í október 2008. Hún fékk það hlutverk færa hina íkonísku ræðu Geirs Haarde af USB-lykli yfir á textaskjáinn, prompterinn. Var beðin um lesa hana ekki en þó þessi orð nokkrum mínútum áður en við hin heyrðum þau: Guð blessi Ísland. Anna Marsibil Clausen ræðir við Helgu um ræðuna dramatísku.

RIFF klárast á sunnudag og gagnrýnendur Lestarinnar halda áfram segja frá því sem þeir hafa séð á hátíðinni í ár. Gunnar Theodór Eggertsson fjallar um þrjár heimildarmyndir á RIFF: mynd um djasstrommuleikarann Max Roach, mynd eftir Jean Lucet um suðurskautslandið: Segulmagnaða heimsálfan, og Knit?s Island eða Eyja Knits sem fjallar um tölvuleikjaspilara sem lifa og hrærast í leiknum Day-Z.

Við heyrum um nýja bók blaðakonunnar Naomi Klein sem nefnist Doppelgänger, en þar skoðar hún heim samfélagsmiðla og nútímastjórnmála út frá tvífara-hugtakinu. Jóhannes Ólafsson úr þættinum Bara Bækur kemur og útskýrir hvernig tvífarahugtakið varpar ljósi á samtímann.

Frumflutt

5. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,