Lestin

Andkristur, hnignun Spotify, Valur fær loksins listamannalaun

Friedrich Nietzsche er einhver alræmdasti hugsuður vestrænnar nútímasögu og alltaf virðast nýjar kynslóðir heillast af skrifum þessa þýska heimspekings, fólk verður heltekið. á dögunum kom út íslensk þýðing á bókinni Andkristur frá árinu 1888, bók með ógnvænlegan titil, bók sem er skrifuð af knýjandi þörf, jafnvel heift gagnvart kristinni trú, en líka djúpu innsæi og mannskilningi. Andkristur er með því síðasta sem kom frá Nietzsche en aðeins nokkrum mánuðum síðar fékk hann taugaáfall, missti vitið, veiktist á geði. Sigríður Þorgeirsdóttir mætir í Lestina og ræðir um Jesú Krist og Andkrist Nietzsches.

Við ræðum við Val Gunnarsson rithöfund sem fékk ánægjuleg skilaboð í gær, en hann fær ritlaun í fyrsta skipti, eftir einhverja tvo áratugi af ritstörfum og sjö útgefnar bækur.

Nýlega var tilkynnt um þriðju hópuppsögnina í ár hjá Spotify, framleiðslu virtra hlaðvarpa hefur verið hætt, og greiðslumódeli tónlistarfólks hefur verið breytt. Fyrirtækið virðist gera allt til byrja skila hagnaði. Við ræðum við Árna Matthíasson um hagnaðarvon og hnignun Spotify.

Frumflutt

5. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,