Lestin

Rauða borðið X Lestin

Lestin er ekki eini þátturinn sem fagnar um þessar mundir. Rauða Borðið, viðtalsþáttur Gunnars Smára Egilssonar á Samstöðinni, hefur núna verið sent út 500 sinnum. Lóa heimsótti Gunnar Smára en hann hafði ekki tíma til koma í viðtal nema hann mætti taka viðtal við Lóu um leið. Og þannig sameinuðust Lestin og Rauða borðið.

Við fáum pistil frá Katrínu Helgu Ólafsdóttur, tónlistarkonunni K.óla, sem heldur áfram fjalla um tónlistarsenurnar í löndunum í kringum okkur. Hún hefur kynnt okkur fyrir færeysku senunni, en færir hún sig til okkar næstu nágranna, Grænlendinga. Þetta er annar pistill af tveimur um grænlenska tónlistarlífið.

Við kynnum til leiks nýjan pistlahöfund hér í Lestinni, Sigríður Þóra Flygenring er 24 ára grafiskur hönnuður, og hún er ekki bara með hugan við internetið heldur líka líkamann. Í sínum fyrsta pistli í Lestinni veltir hún fyrir sér hvað verður um líkamann þegar við förum á netið.

Frumflutt

31. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,