Lestin

Baráttan um hrunsmyndina + Færeysk tónlist

Baráttan um sögu hrunsins hefur staðið yfir í fimmtán ár og heldur áfram. Á sunnudags og mánudagskvöld var frumsýnd heimildarmynd um íslenska bankahrunið á RÚV, Baráttan um Ísland. Myndin er framleidd af Sagafilm fyrir erlendan markað - Good banks, bad banks nefnist hún á ensku. Og þeir sem eru skráðir sem leikstjórar eru sænski verðlaunablaðamaðurinn Bosse Lindquist, Margrét Jónasdóttir og Jakob Halldórsson. Eins og flest allt sem tengist hruninu þá hefur myndin vakið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. Þá birtist grein á sósíalíska fréttamiðlinum Samstöðin.is þar sem því er haldið fram einn þriggja leikstjóra myndarinnar. Bosse lindqvist og fleiri sem skráðir eru fyrir myndinni, svo sem Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður á Heimildinni, sem er titlaður ráðgjafi við gerð myndarinnar, séu ósáttir við nöfn þeirra séu í kreditlista myndarinnar. Við ræðum við Bosse, Þórð Snæ og Margréti Jónasdóttur leikstjóra myndarinnar.

Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona, fjallar um Færeyjar og færeyska grasrótartónlistarsenu í tveimur pistlum.

Frumflutt

11. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,