Lestin

Ástarkraftur, Færeyska liðið á EM, I Love LA og The Pitt

Í bókinni Ástarkraftur: Undirstöður ástarfræða er lagður grunnur ástarrannsóknum í íslensku samhengi. Fjöldi höfunda á skrif í bókinni en það eru Silja Bára Ómarsdóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir sem ritstýra henni. Jóhannes Bjarki ræðir við Berglindi Rós og Önnu Guðrúnu Jónsdóttir sem kynnti hugtakið í doktorsritgerð sinni árið 1991.

Brynja Hjálmsdóttir sér um sjónvarpið í Lestinni. þessu sinni segir hún frá tveimur HBO þáttum, I Love LA - kynslóðarportretti í borg englanna þar sem kaldhæðnin drýpur af hverju strái og The Pitt - læknadrama í Pittsburgh með kerfisádeilu.

Og svo eru það íþróttir. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson segir okkur frá frændum okkar í Færeyjum sem unnu sinn fyrsta leik á EM um helgina, þegar þeir sigruðu Svartfellinga.

Frumflutt

20. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Þættir

,