Tollar og kvikmyndir, Minecraft bíómyndin, flökkusögur um flóttafólk
Við ræðum við framleiðandan Hilmar Sigurðsson um ákvörðun Trumps um að setja tolla á kvikmyndir framleiddar á erlendri grundu. Hvaða áhrif gæti það haft á Íslandi? Og afhverju hefur framleiðsla í Los Angeles dregist saman um 40% á undanförnum áratug?
Kolbeinn Rastrick fór á Minecraft myndina frægu í bíó og segir frá, myndin hefur vakið athygli fyrir þær sakir að bíógestir henda poppi í ákveðnu atriði myndarinnar, bíóstarfsfólki til mikils ama.
Og að lokum ræðir Kristján Guðjónsson við þjóðfræðinginn Andrés Hjörvar, sem skrifaði nýverið meistararitgerð um flökkusögur um flóttafólk.
Frumflutt
5. maí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.