Lestin

Markaðssnillingurinn Taylor Swift, Grænlenska tónlistarsenan, barnabíó

Nýjasta tónleikaferð bandarísku poppsöngkonunnar Taylor Swift er þegar komin í sögubækur tónlistariðnaðarins. Tekjuhæsta tónleikaferð konu frá upphafi og hún verður öllum líkindum tekjuhæsta tónleikaferð allra tíma, óháð kyni tónlistarmanns. Kvikmynd unnin upp úr tónleikum hennar í Inglewood, í Kaliforníu í ágúst er orðin vinsælasta tónleikakvikmynd allra tíma. Eldheitir aðdáendur, Swifties, um allan heim, meðal annars hér á Íslandi, flykkjast á myndina, skreyttir glitrandi gervidemöntum og vinaböndum, og öskursyngja með einni allra stærstu poppstjörnu samtímans. Í Lestinni í dag ætlum við ekki sökkva okkur í lögin eða textana heldur rýna í markaðsvélina sem hefur spilað stóran þátt í velgengi Taylor Swift með Eydísi Blöndal.

Við höldum í ferðalag um tónlistarsenuna í okkar næsta nágrannalandi, Grænlandi. Þar rekumst við meðal annars á sleðahunda, mosuxa, lengsta orð grænlensku og rokksveitin Sumé. Leiðsögumaður okkar er tónlistarkonan Katrín Helga Ólafsdóttir.

Ef þú hefur ekki séð Duggholufólkið þá hefur þú ekki lifað, segir Hrönn Sveinsdóttir, en þessi sígilda barnamynd sem gagnrýndi snjallsímafíkn fyrir tíma snjallsímans er ein af þeim sem verður sýnd á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð í Reykjavík. Við hringjum í Bíó Paradís og heyrum um hátíðina.

Frumflutt

26. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,