Lestin

Umræður um Ríkisútvarpið, gamanþættirnir Vesen: rýni

Brynja Hjálmsdóttir horfði á nýja íslenska gamanþætti frá sónvarpi Símans sem heita Vesen og eru í leikstjórn Gauks Úlfarssonar. Jóhann Alfreð Kristinsson leikur vanhæfan helgarpabba sem safnar skuldum og klúðrar flestu sem klúðrað verður.

Í þætti dagsins ætlum við velta fyrir okkur Ríkisútvarpinu, við ræðum við blaðamenn, sem starfa innan rúv og utan þess. Eyrún Magnúsdóttir skrifaði nýverið grein í nýstofnaðan fjölmiðil, Gímaldið, þar sem hún leggur til hvernig nýta mætti innviði rúv betur. En við byrjum á sögulegu samhengi, prófessor emeritus, Þorbjörn Broddason rifjar upp hvers vegna almannaútvörpin voru stofnuð.

Frumflutt

3. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Þættir

,