Lestin

Kapítalismi í bleiser, óumbeðin ástarbréf, hvíld sem aktívismi

Við skoðum fyrirbærið Girlboss og úr hvaða samhengi það sprettur. Hugtakið nær vinsældum árið 2014, sama ár og félag nokkuð er stofnað hér á landi, Ungar Athafnakonur.

Chanel Björk Sturludóttir rakst á færslu á samfélagsmiðlum þar sem fjallað var um hvíld sem aktívisma. Sem er algjör andstæða við það sem við tengjum almennt við pólitískar aðgerðir. En hugmyndin hefur setið í henni. Og í pistli í dag veltir hún fyrir sér gleði og hvíld í baráttunni gegn rasisma.

Við heyrum um bókina Óumbeðin ástarbréf sem kemur út á morgun. Þetta er safn ljóða um ástina eftir fimm konur, en birtast nafnlaust. Höfundar bókarinnar eru spunahópur sem kallar sig Eldklárar og eftirsóttar. Við ræðum við tvo meðlimi hópsins.

Frumflutt

14. júní 2023

Aðgengilegt til

14. júní 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,