Lestin

Kristján snýr aftur! Murdoch hættir, Katrín Agnes Klar, hrunsbörn

Kristján Guðjónsson snýr aftur í Lestina eftir nokkurra mánaða dvöl í höfuðborg leðurstuttbuxna og stórra bjórkrúsa, München.

Hann ræðir við þýsk-íslensku myndlistarkonuna Katrínu Agnesi Klar sem búsett í Bæjaralandi þar sem hún starfar við Myndlistarakademíuna, Akadmie der bildende Kunst. Við röltum um skólann með Katrínu og ræðum um listnám og listsköpun á Íslandi og í München, og mismunandi afstöðu til fegurðarinnar á þessum tveimur stöðum.

Fjölmiðlamógúllinn Rubert Murdoch hefur stigið til hliðar úr stjórn fjölmiðlaveldis síns. Hann hefur átt og stýrt fjölda fjölmiðlai, The Sun, Fox News, The Times, New York Post, og þannig haft gríðarleg áhrif á þróun fjölmiðla undanfarna áratugi. Veldi Murdochs og barátta barna hans um hver tæki við var viðfangsefni sjónvarpsþáttanna Succession. Við ræðum um brotthvarf Murdochs og erfingja krúnunnar.

Hvernig upplifðu börn hrunið? Eftir rétt rúma viku verðaliðin fimmtán ár frá því Glitnir var þjóðnýttur, svo voru sett neyðarlög, Guð átti blessa Ísland og enginn vissi hvað kæmi næst. Óvissan var í hámarki þarna um mánaðamótin september/október 2008 en 2018 köfuðu þau Guðni Tómasson og Þorgerður E. Sigurðardóttir ofan í þetta tímabil í þáttunum Nokkrir dagar í frjálsu falli. Í þættinum sem við heyrum í dag heyrum við hvernig börn upplifðu þessa afdrifaríku daga.

Frumflutt

25. sept. 2023

Aðgengilegt til

25. sept. 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,