Lestin

Heimaleikurinn, Hamborgarahrunið og Marble Machine

McDonalds umfjöllun Önnu Marsibilar Clausen frá 2019 heldur áfram í dag. Við heyrum þriðja þátt örseríunnar McBlessi Íslands en þar er sjálft hamborgarahrunið tekið fyrir, þegar skyndibitarisinn riðaði til falls og íslenski hálfbróðirinn Metro kom í hans stað.

Um helgina tekur heimildamyndahátíðin Skjaldborg yfir Bíó Paradís. Skjaldborgarhátíðin er haldin árlega á vorin á Patreksfirði en þeir sem komust ekki á hana gefst tækifæri til sjá perlur hátíðarinnar um helgina. Við hittum leikstjóra myndarinnar Heimaleikurinn, sem vann Einarinn í ár, áhorfendaverðlaun hátíðarinnar, þá Loga Sigursveinsson og Smára Gunnarsson.

Sænski tónlistarmaðurinn Martin Molin varð óvæntri YouTube stjörnu árið 2016 þegar myndband af sjálfspilandi hljóðfæri hans fór á flug. Eftir hugljómun á spiladósasafni í Hollandi varði hann meira en ári í smíði vélarinnar en þegar hugmyndin um fara í tónleikaferðalag kviknaði þurfti hann byrja upp á nýtt, smíða nýja vél. Við heyrum af og heyrum í þessu forvitnilega hljóðfæri hér a eftir.

Frumflutt

13. sept. 2023

Aðgengilegt til

13. sept. 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,