Lestin

Sóðaskapur, fólkið í bönkunum, Extreme Chill

Það er stelpupönk á dagskrá í Lestinni þessa vikuna og í dag kynnumst við hljómsveitinni Sóðaskapur. Hana skipa þær Lára, Sólbjört og Hildur. Í fyrra komust þær í úrslit Músíktilrauna en núna í byrjun September sendu þær frá sér sína fyrstu breiðskífu sem er samnefnd sveitinni. Grýlurnar svífa yfir vötnum sem og David Bowie í lögunum sem fjalla meðal annars um sjálfstæðismenn, loftslagsmál, fórstureyðingar, perra sem elta þær á djamminu og pasta.

Bráðum eru 15 ár frá þjónýtingu Glitnis sem markað upphafið Hruninu og næstu daga munum við rifja upp þáttaröðina Nokkrir dagar í frjálsu falli frá árinu 2008. Þættirnir eru úr smiðju Guðna Tómassonar og Þorgerðar E. Sigurðardóttur og eru atburðarásin í kringum mánaðamótin september/október 2008 rifjuð upp. Í fyrsta þættinum, fólkið í bönkunum er skyggnst bak við tjöldin og rætt við bankastarfsmenn.

Tilrauna- og raftónlistarhátíðin Extreme Chill verður haldin í 14. sinn núna um helgina. Hátíðin byrjaði á Hellissandi, færðist til Víkur í Mýrdal og Berlínar en undanfarin ár hefur hún átt samastað í Reykjavik. Umlykjandi hljóðheimar mæta taktföstum tónum á hátíðinni þar sem íslenskir og erlendir listamenn koma fram á nokkrum stöðum í borginni. Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar segir okkur upp og ofan af Extreme Chill

Frumflutt

20. sept. 2023

Aðgengilegt til

20. sept. 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,