Lestin

Niðurlægjandi samband við Rannís, morðingi Tupac handtekinn, RIFFrýni

Í dag, 2. október, klukkan 15:00 rann út frestur hjá Rannís til sækja um listamannalaun. Dagurinn í dag er því sérstaklega spennuþrunginn fyrir marga listamenn, dagur sem er fyrir flesta aðra ósköp venjulegur. Við ákváðum trufla listafólk á lokamínútunu og innsýn inn í þetta, oft á tíðum, taugatrekkjandi, ferli sem umsóknarskrif eru.

Maður var handtekinn á dögunum í tengslum við morðið á bandarísku rappgoðsögninni Tupac. Skotárás sem átti sér stað þann 7. september árið 1996, í Las Vegas, varð kveikja fjölda samsæriskenninga, en enginn morðingi fannst, fyrr en mögulega núna.

Sigríður Regína Sigurþórsdóttir fjallar um þrjár kvikmyndir sem hún á RIFF seinustu daga. RIFF-yfirferðin hennar hefst á myndunum Queendom, Apolonia Apolonia og Mannvirki,

Við flytjum 6. þátt af 8 af örþáttaröðinni Nokkrir dagar í frjálsu falli frá árinu 2018. Þættirnir eru úr smiðju Guðna Tómassonar og Þorgerðar E. Sigurðardóttur og fjalla um atburðina, dagana, stemminguna í kringum Íslenska bankahrunið. Viðmælendur þáttarins eru þær Fjóla Einarsdóttir og Móeiður Hlíf Geirlaugsdóttir, viðfangsefnið er hjálparsíminn í Hruninu.

Frumflutt

2. okt. 2023

Aðgengilegt til

2. okt. 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,