Lestin

Í beinni frá RIFF: Tilverur, meðmæli & gaurinn sem sá 39 myndir á RIFF

Við sendum út beint frá Háskólabíói þar sem Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, er um það bil hefjast. Þetta er í 20 skipti sem hátíðin er haldin. Hún stendur yfir næstu 11 dagana.

Í þættinum í dag fáum við til okkar kvikmyndaunnendur sem hafa stúderað dagskránna og benda okkur á nokkrar áhugaverðar myndir á hátíðinni. Sigríður Regína og Gunnar Theodór ræða um nýja mynd frá Yorgos Lanthimos, um hinsegin heimildarmyndir og

Við grípum Ninnu Pálmadóttur leikstjóra opnunarmyndar Riff í ár: Tilverur eða Solitude. Við heyrum hvernig hún undirbýr sig fyrir frumsýningu með farða og Fleetwood Mac.

Við munum pæla í tilgangi og áhrifum Riff á 20 ára afmæli hátíðarinnar með góðum gestum. Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndaframleiðandi segir frá erfiðleikunum við sitja í dómnefnd og dæma listaverk, og Brúsi Ólason lektor við kvikmyndadeild LHÍ segir frá því þegar hann tæplega 40 bíómyndir á einni RIFF-hátíð ásamt félaga sínum.

Frumflutt

28. sept. 2023

Aðgengilegt til

28. sept. 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,