Lestin

Northern Comfort-rýni, Spacestation, döbbuð podköst, trend í hruni

Lag sumarsins var án vafa Hvítt vín með hljómsveitinni Spacestation. minnsta mati Davíðs Roach Gunnarssonar tónlistargagnrýnanda Lestarinnar. Hann segir frá fyrstu EP plötu þeirra, Bæbæ, sem kom út í sumar og veltir fyrir sér hvaða eiturlyf þetta unga fólk er taka,

Northern Comfort er íslensk gamanmynd sem fjallar um hóp fólks á flughræðslunámskeiði í London þar sem lokaáfanginn er flugferð til Íslands. Kolbeinn Rastrick kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar rýnir í þessa nýju grínmynd úr smiðju leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar.

Við megum ekki gleyma hér varð hrun! Við höldum áfram rifja upp sögur fólks frá hrundögunum í september 2008. þessu sinni eru það trendin í hruninu sem eru til umfjöllunar.

Streymisrisinn Spotify er kominn í samstarf við gervigreindarfyrirtækið Open AI og ætla nota gervigreind til þýða hlaðvörp. Amerískir þáttarstjórnendur geta farið tala saman á spænsku eða þýsku eða rússnesku - og öfugt. þessu tilefni pælum við í sögu og framtíð döbb-talsetningar.

Frumflutt

27. sept. 2023

Aðgengilegt til

27. sept. 2024
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Þættir

,