Lestin

Fiðluteknó Geigen, Rauða bókin hans Jung og Forest Swords

Fiðluteknótvíeykið Geigen sem er skipað þeim Gígju Jónsdóttur og Pétri Eggertssyni, þau fagna útgáfu tveggja platna með tónleikum í Iðnó annað kvöld. Tónlist Geigen verður til inni í skálduðum vísindasagnaheimi úr þeirra eigin ranni og flutningur hennar tekur oftar en ekki á sig mynd gjörnings eða sýningar, síðast með Íslenska dansflokknum, en samstarfssýning þeirra Geigengeist sem sett var upp í Borgarleikhúsinu í fyrra vann til þriggja Grímuverðlauna, meðal annars fyrir tónlist ársins.

Rauða bókin er ferðalag eins merkasta geðlæknis 20. aldarinnar um eigin dulvitund. Rauða bókin er skrautskrifuð og myndskreytt bók sem Carl Gustav Jung dundaði sér við í 16 ár á fyrri hluta síðustu aldar. Anna Gyða Sigurgísladóttir skoðaði sögu þessa merka verks í Lestinni 2018 og við ræddi við Hallfríði J. Ragnheiðardóttur, sem þekkir vel til verka Jungs.

plata er væntanleg frá tónlistarmanninum Matthew Barnes sem kallar sig Forest Swords, fyrsta frá árinu 2017. Barnes sver sig í ætt við James Blake, Burial og Four Tet og tónlist hans kallar upp myndir af öllu og engu í senn, það er hægt hlusta á hana aftur og aftur, í nýju samhengi og nýjum aðstæðum, með athygli eða fjarrænum eyrum. Í lok þáttar heyrum við nokkur lög af plötunni sem heitir Bolted og kemur út í október.

Frumflutt

6. sept. 2023

Aðgengilegt til

6. sept. 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,