Lestin

Ljósin í Stjórnarráðinu og GRÓA

Við hugum áfram hruninu í Lestinni, það fara verða komin 15 ár síðan, og rifjum upp annan þátt úr röðinni Nokkrir dagar í frjálsu falli frá 2018. Í þáttunum eru atburðir daganna í kringum mánaðarmótin september-október árið 2008 rifjaðir upp. Viðmælendur í þáttunum segja frá sýn sinni á hræingarnar og velta vöngum yfir óvissunni sem þá ríkti í samfélaginu. Í öðrum þættinum, Ljósin í Stjórnarráðinu er rætt við Golla og Þórdísi Arnljótsdóttur.

Hljómsveitin GRÓA hringir svo út stelpupönk-umfjöllun vikunnar, þegar þær stofnuðu hljómsveitina voru þær unglingar í MH, höfðu varla snert hljóðfærin sem þær spiluðu á en komust í úrslit Músíktilrauna eftir sína fyrstu opinberu framkomu. Það var árið 2017 en síðan þá hafa þær gefið út nokkrar plötur, spilað víða í Evrópu og í vor er von á nýrri útgáfu frá þeim.

Frumflutt

21. sept. 2023

Aðgengilegt til

21. sept. 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,