• 00:02:33Eurovision í Mjóddinni
  • 00:25:09Haukur Már um nýfútúrisma og langtímahyggju
  • 00:38:06Menningartölfræði

Lestin

Eurovision í Mjóddinni, nýfútúrismi, menningartölfræðingur talar

Eurovision í gær, Eurovision á morgun, og aftur á laugardag. Það eru, því er virðist, allir horfa og allir með skoðun. Við gerum okkur ferð niður í Mjódd og ræðum við fólk um Eurovision. Við heyrum um uppáhaldslög, umdeildar skoðanir og spáum í spilin fyrir helgina.

Undanfarnar vikur hefur Haukur Már Helgason rithöfundur flutt pistla hér í Lestinni þar sem hann hefur pælt í gervigreind og velt fyrir sér merkingu og áhrifum þessarar yfirstandandi tækniþróunar. Í pistli dagsins beinir hann sjónum sínum þeirri heimspeki og hugmyndaheimi sem drífur áfram marga af forsvarsmönnum þessarar tækni, langtímahyggju og nýfútúrisma.

Listafólk og þau sem starfa í menningartengdum greinum eru ekki beint þekkt fyrir liggja yfir hagtölum um sínar starfsgreinar og þær hafa hvort sem er lengst af ekki verið til, þar til núna. Erla Rún Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands sérhæfir sig í menningartölfræði og hún heimsækir lestina og útskýrir svokallaðan menningarvísi Hagstofunnar og uppfærðar tölur sem birtust í dag.

Frumflutt

10. maí 2023

Aðgengilegt til

9. maí 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,