Lestin

Storytel snuðar rithöfunda, Eþíópískur matur, íslensk nýlenda í USA

Flestir vita Leifur heppni sigldi til Ameríku í kringum árið 1000 og norrænir menn stofnuðu þar nýlendu í kjölfarið. Þetta landnám varð frekar skammlíft enda lenti innflytjendunum saman við þá sem fyrir voru í landinu. En hvað ef landnámið hefði heppnast, hefðu norrænir menn einangrað sig á nýfundnalandi, blandast frumbyggjum álfunnar eða tekið yfir. Við pælum í þessum með Val Gunnarssyni sagnfræðingi og rithöfundi sem sendi nýlega frá sér hvað-ef-sagnfræðiritið What if Vikings Conquered the world.

Við kynnum okkur matarmenningu Eþíópíu. Við höldum ekki til Addis Ababa heldur förum á Blönduós þar sem Liya Yirga Behaga rekur veitingastaðinn Teni. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir kíkir ofan í pottana hjá Liyu.

Við ræðum við Auði Jónsdóttur um nýlega grein hennar í Heimildinni sem fjallar um stöðu bókaútgáfu á Íslandi og þá sérstaklega áhrifin sem innkoma streymisveitunnar Storytel hefur haft. Storytel hóf starfsemi hér á landi árið 2018 og mörgum rithöfundum finnst þeir hlunnfarnir af veitunni.

Frumflutt

13. júní 2023

Aðgengilegt til

13. júní 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,