Lestin

Fótstallur Ingólfs Arnarsonar, Cocina Rodriguez, Óskarslöðrungur

Pálmi Freyr Hauksson veltir fyrir sér Óskarslöðrunginum fræga frá því í fyrra, þegar Will Smith rauk upp á svið og sló grínistann Chris Rock og áhorfendur vissu ekki hvort um væri ræða þaulæft atriði eða raunverulega árás. Pálmi setur atvikið í samhengi við æsku, bakgrunn og feril þessa heimsfrægu manna. Atvik sem Chris Rock ræddi ekki opinberlega fyrr en hann flutti tíu mínútna langt reiði-rant um Will Smith í uppistandi, ári seinna.

Heiða Vigdís Sigfúsdóttir stendur við suðupottinn í dag, hún mældi sér mót við Evelyn Rodriguez sem rekur Cocina Rodriguez á annarri hæð í Gerðubergi. Í Suðupottinum kynnir Heiða sér veitingastaði á Íslandi sem eru reknir af fólki úr öðrum heimshornum, þar sem Íslendingar geta fengið kynnast matarmenningu annara þjóða. Í dag er það matur frá Dóminíska lýðveldinu sem verður smakkaður.

Við hægjum á okkur og förum aftur til ársins 1957, þegar það sem heyrðist í útvarpinu var í aðeins hægari takti. Þátturinn Um helgina var á dagskrá þann 7. apríl, 1957, í umsjón þeirra Björns Th. Björnssonar og Gests Þorgrímssonar. Gestur hafði með sér segulbandstæki og kíkti á tvo sögufræga staði í Reykjavík. Fyrst fór hann inn í fótstall styttunnar af Ingólfi Arnarssyni og því næst í þvottalaugarnar í Laugardal.

Frumflutt

6. júní 2023

Aðgengilegt til

6. júní 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,