Lestin

Raflost, friðarsinnar á stríðstímum, Orðskjálfti

Við ræðum við formann hernaðarandstæðinga, Guttorm Þorsteinsson. Samtök hernaðarandstæðinga stóðu fyrir mótmælum við Reykjavíkurhöfn sem hófust klukkan fimm í dag, Við veltum því fyrir okkur hvort afstaða samtakanna til Nató hafi breyst í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu.

Sunna Dís Másdóttir og Sölvi Halldórsson koma og segja frá tveimur nýjum bókum, Ég drekk blekið og Væng við væng, sem eru ljóðasöfn, það besta á íslandi, Svíþjóð og Danmörku 2020 og 2021, mati ungra ljóðaunnenda á Norðurlöndunum. Markmið Orðskjálfta er hvetja ungt fólk til þess taka virkan þátt í bókmenntalífinu og ny?ta bókmenntir og ritlist til tjáningar.

Raflistahátíðin Raflost verður haldin í 17. sinn um helgina. Raflistamaðurinn Áki Ásgeirsson, einn stofnanda hátíðarinnar er gestur okkar í dag. Við heyrum um dagskrá hátíðarinnar, sögu hennar og við ræðum raflist í víðara samhengi, stöðu listgreinarinnar í Listaháskólanum og skapandi hakkara.

Frumflutt

16. maí 2023

Aðgengilegt til

15. maí 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,