Lestin

Stefnuyfirlýsing húsvarðar, klúður á Coachella, Apple skíðagleraugu

Gunnar Gunnsteinsson tónlistarmaður gaf út plötuna A Janitor?s Manifesto á dögunum. Þetta er önnur plata Gunnars og hún sprettur upp úr tímabil í lífi hans þegar hann starfaði sem húsvörður í Amsterdam. Platan átti átti upprunalega vera poppplata um skúringar en þróaðist yfir í eitthvað annað - við ræðum við hann um þessa skemmtilegu plötu sem er full af húmor og vettvangsupptökum sem hann gerði í húsvarðarstarfinu.

Og við heyrum um nýjustu vöruna frá Apple, Vision Pro, sýndarveruleika-gleraugunum, 500 þúsund króna skíðagleraugu sem tæknirisinn veðjar á verði næsta stóra byltingin í því hvernig við notum tæknin.

En við byrjum á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum, við byrjum á Coachella. Þar sem Gunnar Jónsson fann sönnunargögn um það klúbbamenningin æðri poppstjörnumenningunni.

Frumflutt

8. júní 2023

Aðgengilegt til

8. júní 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,