• 00:05:08Gengið frá orðum um bækur
  • 00:13:48Skúlagata 002: Tatjana Dís og Arnljótur Sigurðsson
  • 00:33:04Stólar úr Unuhúsi

Lestin

Skúlagata 002, stólar úr Unuhúsi, gengið frá orðum um bækur

Á fyrri hluta síðustu aldar komu allir helstu listamenn þjóðarinnar, róttæklingar og jafnvel útigangsmenn saman í litlu rauðu viðarhúsi við Garðastræti og ræddu heimspeki, trúmál, listir og pólitík. Það var sannkölluð salon-stemning sem skapaðist þegar Þórbergur Þórðarson, Halldór Laxness, Nína Tryggvadóttir og fleiri komu saman, lásu upp úr nýútkomnum erlendum bókum, spiluðu plötur, rökræddu og dönsuðu. Og maðurinn á bak við þetta var Erlendur í Unuhúsi. Sunneva Kristín Sigurðardóttir hefur verið sökkva sér ofan í ævi og áhrif Erlendar - sem fæddist einmitt á þessum degi fyrir 131 ári síðan. Við setjumst niður með Sunnevu í hægindastólum heima hjá mér, stólum sem voru líklega í Unuhúsi.

Við ræðum við Jórunni Sigurðardóttur, sem vann sinn síðasta vinnudag sem fastur starfsmaður Ríkisútvarpsins í dag. Jórunn hefur verið viðloðandi útvarpsins frá 1979 þegar hún um umsjón unglingaþáttarins Gagns og gamans en frá árinu 1990 hefur hún verið fastráðinn dagskrárgerðarmaður á menningardeild, verið í Víðsjá, Skorningum og núna undanfarinn áratug séð um Orð um bækur. Jórunn hefur sankað sér allskonar blöðum og bókum, og við fylgjumst með henni ganga frá bókaskápnum.

Við kíkjum í heimsókn á vinnustofu tónlistarfólks sem stendur á bak við plötuútgáfuna Skúlagata. Á laugardaginn halda þau upp á útgáfu Skúlagata 002 í Kornhlöðunni á Bankastræti, sem er önnur safnplata þessarar tónlistarmannareknu plötuútgáfu. Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko og Arnljótur Sigurðsson helltu upp á kaffi og ræddu málin.

Frumflutt

31. maí 2023

Aðgengilegt til

30. maí 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,