• 00:02:59Skjaldborg og Horfinn heimur
  • 00:17:14Dansdagar

Lestin

Dansdagar, rjómi íslenskra heimildamynda, Eva808

Kolbeinn Rastrick fór á heimildamyndina Horfinn heimur í Bíó Paradís í leikstjórn Ólafs Sveinssonar og á heimildamyndahátíðina Skjaldborg á Patreksfirði. Við fáum pistil frá honum um rjóma íslenskrar heimildamyndagerðar.

Við lítum við á Hjarðarhaga, á Dansverkstæðið og ræðum við Tinnu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Dansverkstæðisins. Við heyrum um dansdaga sem standa yfir og dansmaraþonið sem verður haldið í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Tónlistarmaðurinn Eva808 hefur getið sér gott orð í heimi teknósins. Hún er íslensk en hefur undanfarin ár verið búsett í Svíþjóð. Á dögunum sendi hún frá sér sína aðra breiðskífu, Öðruvísi, sem er stórt og persónulegt verk. Við ræðum við hana um djúpa bassa og úrvinnslu tilfinninga í gegnum tónlist.

Frumflutt

1. júní 2023

Aðgengilegt til

31. maí 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,