• 00:02:22Dagskrá Skjaldborgarhátíðarinnar
  • 00:16:36Óráð + Napóleonsskjölin: Kolbeinn Rastrick
  • 00:25:52Simone Weil

Lestin

Skjaldborg, Óráð + Napóelonsskjölin, Simone Weil

Föstudaginn næsta verður Skjaldborgarhátíðin sett, í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. Karna Sigurðardóttir, ein skipuleggjenda hátíðarinnar segir frá því sem er á dagskrá á hátíð íslenskra heimildamynda í ár.

Kolbeinn Rastrick fór í bíó á tvær myndir í röð, tvær nýlegar íslenskar kvikmyndir sem takast á við Hollywood-mynda formúluna. Hasar og spennumyndina Napóleonsskjölin í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar, og hrollvekjuna Óráð í leikstjórn Arró Stefánssonar.

Simone Weil var róttækur heimspekingur, dulspekingur, aðgerðarsinni og raunar ýmislegt fleira, Við skoðum líf hennar og skrif nánar í þætti dagsins. Erla Karlsdóttir, heimspekingur, guðfræðingur og kennari, þekkir vel til verka hennar, en hún var gestur Önnu Gyðu Sigurgísladóttur í Lestinni í Júní 2018. Við rifjum upp viðtalið.

Frumflutt

22. maí 2023

Aðgengilegt til

21. maí 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

,