• 00:03:52Uppseldar hönnunarpítsur Fléttu og Ýrúrarí
  • 00:15:58Verkfall handritshöfunda í Hollywood
  • 00:35:28Vitfús Blú

Lestin

Uppseldar hönnunarpítsur, verkfall handritshöfunda, Vitfús Blú

Um helgina kláruðust sýningar á einstaklingsverkum annars árs nema á sviðshöfundabraut Listaháskólans, ég sjá nokkrar af þeim, þar á meðal söngleik eftir Egil Andrason, söngleikinn Vitfús Blú. Söngleikurinn gerist í fjarlægri dystópískri framtíð þar sem gervigreindinni hefur nánast tekist útrýma mannkyninu, öll tónlistin í verkinu er frumsamin og lang mestu leiti í lifandi flutningi 6 manna hljómsveitar. Ég hafði uppi á Agli og spurði hann hvernig honum tókst eiginlega gera klukkustundarlangan söngleik á fimm vikum.

Um þessar mundir stendur yfir verkfall handritshöfunda í Bandaríkjunum, tæplega tólf þúsund handritshöfundar lögðu niður störf sín 2. Maí. Engir daglegir spjallþættir fara í loftið, framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta hefur verið frestað og handritshöfundar skrifa ekki neitt nema slagorð á mótmælaskilti þangað til kröfum þeirra hefur verið mætt. Jóhannes Ólafsson segir frá verkfallinu og ræðir við Margréti Örnólfsdóttur handritshöfund, formann félags leikskálda og handritshöfunda.

Við heyrum í Hrefnu Sigurðardóttur sem skipar hönnunarteymið Stúdíó Flétta ásamt Birtu Rós Brynjólfsdóttur. En þær stofnuðu pítsustað í gallerí Port um helgina ásamt Ýr Jóhannsdóttur, Ýrúrarí, og seldu um 300 þæfðar pítsur úr ullarafgöngum.

Frumflutt

9. maí 2023

Aðgengilegt til

8. maí 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,