Lestin

Umhverfis-terroristi deyr, bíólaust Háskólabíó, kínverskt mæðraveldi

Við skellum okkur í ferðalag í suðurhluta Kína, til Yunnan héraðsins. Innan um dropasteina sem minna helst á steinaskóg býr Mousou ættbálkurinn þar sem konur hafa sögulega haft valdið ólíkt karllæga Kína nútímans.Ömmur sitja við hásætið, hjónaband þekkist ekki og eldri karlar sjá um ungabörnin. Forlátt teppi og Yunnan te rataði heim til Íslands með Thelmu Hrönn Sigurdórsdóttur sem segir okkur betur frá Steinaskóginum í Kína.

Í síðustu viku bárust þær fréttir kvikmyndasýningum yrði hætt í Háskólabíói í lok mánaðarin, en kvikmyndahús hefur verið starfrækt í húsinu frá opnun þess árið 1961. Við rifjum upp brot úr sögu háskólabíós.

Og við heyrum um hryðjuverkamanninn Unabomber, Ted Kazynsky sem lést á dögunum. Hann var and-tæknisinni sem myrti þrjár manneskjur í baráttu sinni gegn iðnsamfélaginu, en í 17 ár var hann eftirsóttur af bandarísku alríkislögreglunni. Við ræðum við Pontus Järvstad, sagnfræðing, um Unabomber.

Frumflutt

12. júní 2023

Aðgengilegt til

12. júní 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,