• 00:02:07Lokaþáttur Succession krufinn til mergjar
  • 00:42:19Suðupotturinn: La Poblana á Laugavegi

Lestin

Lokaþáttur Succession krufinn til mergjar + La Poblana

Einkaflug, eðalvagnar, pólitísk refskák, stjórnarfundir, orðfimi, andlegt ofbeldi og miskunnarlaust valdatafl. Bandarísku sjónvarspþættirnir Succession kláruðust um helgina. Lokaþátturinn var rosalegur! Við kryfjum Succession til mergjar með tveimur heitum aðdáendum þáttanna, Ernu Einarsdóttur fatahönnuði og Þórunni Sigurðardóttur leikstjóra. Við tölum um bisnesslingó, tísku, Greg frænda, Shakespeare og lokasenuna.

Heiða Vigdís Sigfúsdóttir heimsækir veitingastaði hér á landi sem sérhæfa sig í matarmenningu annara þjóða. Í Suðupottinum í dag heimsækir hún La poblana, mexíkóskan veitingastað á Laugavegi 2.

Frumflutt

30. maí 2023

Aðgengilegt til

29. maí 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,