Lestin

Samherji iðrast ekki, heimsendir sem hljómar eins og ævintýri, Rafall

Fyrir viku síðan fór í loftið fölsuð heimasíða útgerðarfyrirtækisins Samherja. Á síðunni stendur stórum stöfum We?re sorry! Við biðjumst afsökunar. Þar lesa formlega afsökunarbeiðni, þar sem útgerðarfyrirtækið axlar ábyrgð á gjörðum sínum í Namibíu, mútum og spillingu. Í dag kom svo í ljós það er útskriftarnemi við myndlistadeild Listaháskólans sem ber ábyrgð á síðunni, og er hún hluti af lokaverkefni hans úr skólanum. Hann heitir Oddur Eysteinn Friðriksson, kallaður Odee og verður gestur okkar í Lestinni í dag.

Hann er einn þeirra fjölmörgu listamanna sem sýna verk sín í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á morgun en þar verður útskriftarsýning nemenda á BA stigi í Listaháskóla Íslands. Á sýningunni, sem kallast heilt yfir Rafall, gefur líta lokaverkefni rúmlega 70 nemenda í myndlist, grafískri hönnun, arkitektúr, fatahönnun og vöruhönnun. Við förum í heimsókn í Hafnarhúsið.

Loks fáum við pistil frá Hauki Helgasyni, rithöfundi, sem hefur verið með pistla hér vikulega í þættinum um gervigreind og velt fyrir sér áhrifum og merkingu þessarar yfirstandandi tækniþróunar. Hann er þessu sinni með hugan við heimsenda og þá sem undirbúa sig undir hann.

Frumflutt

17. maí 2023

Aðgengilegt til

16. maí 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,